top of page
Screenshot 2022-02-03 at 15.58.43.png

Alla tíð hef ég safnað að mér allsslags smádóti. Ég man eftir mér að hirða upp litla hluti sem fæstir sáu. Ég hef unun af að endurvinna og endurgera og hef unnið þannig alla tíð. Fegurðin í því smáa er mér hugleikin og saga hlutanna. Steinum hef ég safnað frá barnæsku. Fyrir tuttugu árum byrjaði ég að vinna með grjóthnullunga, textíl og blóm og vinn nú markvisst verk þar sem ég blanda saman hinu harða og mjúka, andstæðum sem eiga samtal. Efnin eru bundin saman og til þess eru notaðir þræðir úr ólíkum efnum. 

Ég hef unnið í textíl svo langt sem ég man. Ég er textílmenntuð frá Noregi og með kennarapróf í textíl fyrir framhaldsskóla með vefnað sem aðalfag, þræði. Ég lærði seinna textílforvörslu í London. Síðast liðin 25 ár hef ég unnið í safnageiranum ásamt því að sinna textíllist. Ég hef hannað margar ólíkar sýningar og endurgert sýningar Byggðasafnsins Hvols á Dalvík frá grunni. Nú starfa ég m.a sem stundakennari í Myndlistaskóla Reykjavíkur og kenni þar textílsögu í textíldeild skólans. Ég rek eigin vinnustofu og vinn þar að myndlist. 

Hús&Hillbilly er í/á Svarfaðardalur.

28. ágúst 2021  · 

 

https://stundin.is/.../hann-gengur-alltaf-med-mer-daudinn/

irisolofsig

  • Instagram
  • Facebook
Anchor 1
bottom of page